Fréttir | 11. apríl 2014 - kl. 08:57
Raunfærnimat getur mögulega stytt nám

Mánudaginn 14. apríl klukkan 17 ætlar starfsfólk Iðunnar að heimsækja Farskólann á Sauðárkróki og halda kynningu á Raunfærnimati. Farskólinn ætlar að senda kynninguna út í fjarfundi, þannig að fólk á Blönduósi getur fylgst með í námsverinu að Þverbraut 1 og Skagstrendingar í námsverinu að Einbúastíg 2.

„Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma. Raunfærnimat getur mögulega stytt nám þitt. Að loknu raunfærnimati fara þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að útskrifast,“ segir í tilkynningu frá Farskólanum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga