Fréttir | 13. apríl 2014 - kl. 22:56
Þóra leiðir E-listann í Húnavatnshreppi

E-listinn – Nýtt afl í Húnavatnshreppi, hélt fund þann 9. apríl síðastliðinn að Húnavöllum þar sem uppstillingarnefnd lagði fram tillögu að framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara mun fram þann 31. maí næstkomandi. Fjölmenni var á fundinum og var tillaga uppstillinganefndar samþykkt samhljóða:

  1. Þóra Sverrisdóttir sjúkraliði og rekstrarfræðingur Stóru-Giljá.

  2. Jakob Sigurjónsson bóndi Hóli.

  3. Magnús Sigurðsson bóndi Flögu.

  4. Ingibjörg Sigurðardóttir búfræðingur Auðólfsstöðum.

  5. Kristín Rós Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur Tindum.

  6. Jón Árni Magnússon nemi LBHÍ Steinnesi.

  7. Sigurður Árnason bóndi og vélfræðingur Syðri-Grund.

  8. Maríanna Þorgrímsdóttir leiðbeinandi Holti.

  9. Helgi Páll Gíslason bóndi Höllustöðum.

  10. Ólafur Magnússon bóndi og tamningamaður Sveinsstöðum.

  11. Haukur Suska Garðarsson hrossa- og ferðaþjónustubóndi Hvammi.

  12. Þorbjörg Pálsdóttir bóndi Norðurhaga.

  13. Maríanna Gestsdóttir bóndi Hnjúki.

  14. Jóhann Guðmundsson bóndi Holti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga