Fréttir | 14. apríl 2014 - kl. 12:24
Valbjörn Steingrímsson stjórnar Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja

Valbjörn Steingrímsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, hefur verið falið að gegna stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnarinnar í Vestmannaeyjum tímabundið eða þar til fyrirhugaðar sameiningar heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmi Suðurlands koma til framkvæmda. Valbjörn, sem starfað hefur í tæplega 11 ára á Blönduósi, mun áfram gegna stöðu forstjóra HSB. Valbjörn tók við í Vestmannaeyjum s.l. föstudag.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga