Fréttir | 15. apríl 2014 - kl. 13:12
Messur í Þingeyraklaustursprestakalli

Á páskum er algengt að fólk fari í kirkju og njóti þess að hlusta á upplestur úr Passíusálmum Sr. Hallgríms Péturssonar, hluti á fallegan söng, hlýði á sóknarprest sinn og gangi til altaris í fermingu.

Messur í Þingeyraklaustursprestakalli þessa páskana eru eftirfarandi:

Svínavatnskirka á Skírdag 17. apríl kl. 11:00 en þar verða fermdar þær Guðbjörg Pálína Sigurðardóttir, Syðri-Löngumýri og Kristín Haraldsdóttir, Grund.

Hátíðarguðþjónusta á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, skírdag 17. apríl kl. 16:00.

Blönduósskirkja Föstudaginn langa 18. apríl kl. 20:00. Starfsfólk Leikskólans Barnabæjar lesa upp valda passíusálma og kirkjukórinn syngur milli upplestra.

Hátíðarguðþjónusta á Páskadag 20. apríl kl. 8:00 á páskadagsmorgun.

Hátíðarguðþjónusta í Þingeyrakirkju á Páskadag 20. apríl kl. 14:00.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga