Mynd: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Mynd: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Fréttir | 16. apríl 2014 - kl. 07:30
Sumarfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps

Síðasta vetrardag, 23. apríl næstkomandi, stendur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fyrir sumarfagnaði í Húnaveri. Boðið verður upp á söng, kveðskap og dans. Gestakór verður Karlakór Eyjafjarðar. Hagyrðingar úr röðum kórmanna sýna hvað í þeim býr undir styrkri stjórn Gísla H. Geirssonar. Síðan mun Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leika fyrir dansi.

Skemmtunin hefst klukkan 20:30 og miðaverð er 4.000 krónur.

Sé einungis mætt á ballið er miðaverð 2.000 krónur.

Enginn posi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga