Fréttir | 16. apríl 2014 - kl. 16:21
Helgihald og fermingar um páska 2014
Hofssókn, Höfðasókn, Höskuldsstaðasókn og Bólstaðarhlíðarsókn

Helgihald og fermingar um páskana í Hofssókn, Höfðasókn, Höskuldsstaðasókn og Bólstaðarhlíðarsókn verður sem hér segir:

Hofskirkja 17. apríl kl. 13.00 - Skírdagur         
Fermingarmessa. Fermingarbarn, Arnrún Ösp Guðjónsdóttir. Kór Hólaneskirkju syngur. Organisti, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

Hólaneskirkja 18. apríl kl. 17.00 - Föstudagurinn langi
Lágstemmd og falleg stund í kirkjunni með lestri Passíusálma og hljóðfæraleik. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, orgel. Valgerður Guðný Ingvarsdóttir, þverflauta og Victoría Sif Hólmgeirsdóttir, klarínett.

Höskuldsstaðakirkja 19. apríl kl. 11.00 - Laugardagur
Fermingarmessa. Fermingarbarn, Elín Ósk Björnsdóttir. Kór Hólaneskirkju syngur. Organisti, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

Hólaneskirkja 20. apríl kl. 9.00. - Páskadagur  
Hátíðarguðsþjónusta. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar fluttir. Kór Hólaneskirkju syngur. Organisti, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

Hofskirkja 20. apríl kl. 11.00 - Páskadagur
Hátíðarguðsþjónusta. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar fluttir. Kór Hólaneskirkju syngur. Organisti, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

Bólstaðarhlíðarkirkja 21. apríl kl. 14.00—Annar í páskum
Guðsþjónusta. Kór Bergstaða-, Bólstaðarhlíðar– og Holtastaðakirkju syngur. Organisti, Sigrún Grímsdóttir.

Séra Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur.

http://kirkjan.is/skagastrond/

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga