Fréttir | 25. apríl 2014 - kl. 12:38
Málstofa um málefni héraðsfréttamiðla

Fréttablaðið Feykir stendur fyrir málstofu um málefni héraðsfréttamiðla, hvaða gildi þeir hafa fyrir samfélagið og menningar- og sögulegt hlutverk þeirra. Málstofan er haldin í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð í tengslum við atvinnusýninguna Skagafjörður – Lífsins gæði og gleði. Fundarstjórn verður í höndum Sigríðar Kristínar Þorgrímsdóttur.

Fyrirlesarar á málstofunni verða:

Birgir Guðmundsson dósent í fjölmiðlafræði við HA - Lýðræði, svæðisbundin miðlun  og límið í samfélaginu.

Þórhildur Ólafsdóttir fjölmiðlakona frá Akureyri - Að vera fréttamaður á landsbyggðinni.

Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur - Þörfin fyrir svæðisbundna fjölmiðla og hlutverk þeirra.

Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Ströndum - Svæðismiðlar, sjálfsmynd og ímynd.

Málstofan fer fram laugardaginn 26. apríl, frá klukkan 11:00 til 12:30 í nýrri álmu Árskóla, á Þekjunni í stofu A.

Áhugasamir eru beðnir um að skráið þátttöku á netfangið feykir@feykir.is fyrir hádegi miðvikudaginn 23. apríl næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga