Fréttir | 22. apríl 2014 - kl. 13:31
Stærðfræðikeppni 9. bekkinga

Alls tóku 170 grunnskólanemendur á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og á Dalvík þátt í forkeppni  í Stærðfræðikeppni 9. bekkinga 2014 sem haldin var í síðasta mánuði. Keppnin er samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga við grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og á Dalvík.

Á vef FNV kemur fram að úrslitakeppnin fari fram í maí og verði auglýst nánar.

Hér eru nöfn 15 efstu keppendanna í stafrófsröð:

Anton Þór Einarsson, Höfðaskóli
Björn Vilhelm Ólafsson, Grunnskóli Fjallabyggðar
Elínborg Ósk Halldórsdóttir, Varmahlíðarskóli
Eyþór Hermannsson, Árskóli
Guðjón Alex Flosason, Grunnskólinn á Hólmavík
Gunnar Freyr Þórarinsson, Varmahlíðarskóli
Halldór Broddi Þorsteinsson, Árskóli
Heimir Sindri Þorláksson, Grunnskólinn austan Vatna
Hilmar Logi Óskarsson, Húnavallaskóli
Hjörleifur H. Sveinbjarnarson, Dalvíkurskóli
Kristrún Hilmarsdóttir, Blönduskóli
Páll Halldórsson, Höfðaskóli
Sabrina Rosazza, Dalvíkurskóli
Sara María Gunnarsdóttir, Grunnskóli Fjallabyggðar
Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, Grunnskóli Fjallabyggðar

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga