Fréttir | 23. apríl 2014 - kl. 12:11
Sveitarfundur á Húnavöllum

Sveitarstjóri Húnavatnshrepps hefur boðað til almenns sveitarfundar á Húnavöllum þriðjudaginn 29. apríl næstkomandi klukkan 20:30. Á dagskrá fundarins er m.a. skýrsla oddvita, kynning á ársreikningum sveitarfélagsins vegna ársins 2013 og almennar umræður um málefni Húnavatnshrepps. Þá mun Guðmundur Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Hvammstanga vera með framsögu um samgöngumál.

Kaffiveitingar verða á fundinum og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt ú umræðum.

Dagskrá fundarins:

-          Skýrsla oddvita.

-          Kynning á ársreikningum Húnavatnshrepps vegna ársins 2013.

-          Samgöngumál. Framsögu hefur Guðmundur Sigurðsson yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Hvammstanga.

-          Almennar umræður um málefni sveitarfélagsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga