Fréttir | 23. apríl 2014 - kl. 14:05
Samfélag fyrir alla “ 1. maí hátíð

Eins og venja er stendur Stéttarfélagið Samstaða fyrir 1. maí hátíð í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 1. maí og hefst hún klukkan 15:00. Ræðumaður dagsins er Páll Örn Líndal , viðskiptastjóri hjá N1 og stjórnarmaður í VR. Kaffiveitingar verða í boði Stéttarfélagsins Samstöðu sem Ungmennasamband Austur-Húnvetninga sér um að venju.

Lúðrasveit Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu leikur nokkur lög á hátíðinni en þar er stjórnandi Skarphéðinn Einarsson. Nemendur Tónlistarskóla A-Hún. koma fram og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög en þar er stjórnandi Sveinn Árnason. Þá verður bíósýning fyrir börnin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga