Fréttir | 11. júlí 2014 - kl. 12:00
Starfsmenn óskast í Blönduskóla

Umsjónarmaður Skóladagheimilis, skólaliðar til aðstoðar á Skóladagheimili og stuðningsfulltrúar

Um er að ræða fimm hlutastörf við Blönduskóla:

·         Umsjónarmaður Skóladagheimilis í 60% stöðu. Stýrir verkum lítils starfsmannahóps og hefur umsjón með skráningum og faglegu starfi sem hefur það markmið að börnunum líði vel og dvölin sé eins heimilisleg og kostur er.

·         Tveir stuðningsfulltrúar, tæplega 60% stöður, til aðstoðar í kennslustundum og að fylgja nemendum í frímínútum og á milli kennslustaða.

·         Tveir skólaliðar til aðstoðar á Skóladagheimili, 25% og 43% stöður.

Störfin eru mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan ágúst. Umsóknarfrestur er til 13. júlí næstkomandi og umsóknum skal skila til skólastjóra á netfangið thorhalla@blonduskoli.is.

Nánari upplýsingar veitir ÃžÃ³rhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri í síma 452-4147 eða 892-4928.

 

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga