Fréttir | 07. júlí 2014 - kl. 15:35
Kassabílarallý á Húnavöku 2014

Undirbúningur fyrir Húnavöku 2014 er í fullum gangi og hafa skipuleggjendur hátíðarinnar sett saman metnaðarfulla dagskrá þar sem flestir ættu finna eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga mun Húnahornið fjalla um einstaka viðburði í máli og myndum. Undirbúningur fyrir Kassabílarallý hefst þann 9. júlí n.k og stendur til 16. júlí en alla virka daga þarna á milli geta krakkar farið með hugmyndir sínar í Stíganda og fengið leiðsögn hjá Guðmundi Sigurjóns á milli kl. 14:00 – 16:00. Í Stíganda verður hægt að fá einhvern efnivið en dekk og öxlar verða á sérstöku tilboðsverði hjá Jakobi í Léttitækni.

Allar upplýsingar og skráning í keppnina er hjá Kristínu í kristin@blonduos.is eða í síma 691-8686.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga