Frá grillveislunni í fyrra
Frá grillveislunni í fyrra
Fréttir | 07. júlí 2014 - kl. 22:35
Húnavaka 2014 verður dagana 17. - 20. júlí n.k.

Húnavaka 2014 verður sett formlega fimmtudaginn 17. júlí kl. 18:30 fyrir framan Hafíssetrið á Blönduósi en eins og venja er orðin verða Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar veitt við það tilefni. Að afhendingu lokinn verður grillpartý í gamla bænum þar sem hver og einn kemur með mat á grillið að ógleymdum borðum og stólum fyrir sig og sína.

Eftir að hafa gætt sér á dýrindis grillmat er það eftirréttahlaðborðið þar sem allir koma með eftirrétti að eigin vali miðað við þann fjölda sem fylgir hverjum og einum. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegasta og flottasta eftirréttinn.

Þegar búið er að borða grillmat og eftirrétti og skola því niður með ýmsum drykkjum er komið að því að nokkra leiki í gamla bænum í „Hæfileikakeppni milli hverfa“.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga