Fréttir | 10. júlí 2014 - kl. 22:30
Maríudagar í Húnaþingi vestra

Síðustu 3 ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar”. Þann 1. júlí síðastliðinn hefði María orðið níræð. Helgina 12. og 13. júlí 2014, kl. 13:00-18:00 báða dagana, ætlar fjölskylda hennar enn á ný að efna til ,,Maríudaga” með sýningu á útskurði og tálgun í tré. Sýningin verður haldin á Hvoli í Vesturhópi.

Verkin á sýningunni eru eftir tvær dætur hennar, þær Kristínu og Oddnýju svo og tvo systkinasyni hennar, þá Helga Björnsson og Sigurjón Gunnarsson. Þess má geta að listafólkið verður að störfum meðan á sýningunni stendur. Einnig verður ljósmyndasýning, gamlar myndir af sveitungum í leik og starfi. Gestum er boðið að þiggja veitingar báða sýningardagana.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga