Verðlaunahafar ásamt nefndarmönnum.
Verðlaunahafar ásamt nefndarmönnum.
Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri setti Húnavöku 2014 með aðstoð Ásrúnu Ingu.
Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri setti Húnavöku 2014 með aðstoð Ásrúnu Ingu.
Fréttir | 18. júlí 2014 - kl. 23:45
Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar afhent við upphaf Húnavöku

Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar voru afhent í gær við setningu Húnavöku 2014 við Hafíssetrið. Verlaunin hafa verið veitt fyrir snyrtilega garða og umhverfi á Blönduósi frá árinu 1987. Viðurkenningu fyrir fallegan og vel hirtan garð fengu þau Vilborg Pétursdóttir og Valgarður Hilmarsson fyrir garð sinn að Húnabraut 32.

Skógræktarfélag A-Hún. fékk viðurkenningu fyrir ræktun og umhirðu í Hrútey í Blöndu, fólkvang Blönduósbæjar. Guðrún Kristófersdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd Skógræktarfélagsins.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga