Frá kvöldvökunni í fyrra
Frá kvöldvökunni í fyrra
Fréttir | 19. júlí 2014 - kl. 17:29
Kvöldvakan á Húnavöku á íþróttavellinum
Breyting á dagskrá Húnavöku

Dagskrá Húnavöku hefur verið breytt lítillega en eftir að listflugvélin hefur sýnt listir sínar og kveikt hefur verið í varðeldinum á bökkum Blöndu heldur kvöldvakan áfram á íþróttavellinum í staðinn fyrir Fagrahvammi.

Á dagskrá kvöldvökunnar er m.a. Lalli töframaður, sigurvegarar í Míkróhúninum taka lagið, keppni í reipitogi og sjómann milli hverfa, sönghópurinn Óma Rómar tekur lagið og Páll Óskar tekur nokkur lög. Síðast en ekki síst þá mun Stefán Ólafsson stjórna bakkasöng og fjöldakassagítarleik.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga