Fjöldinn allur mætti á kvöldvökuna á íþróttavellinum
Fjöldinn allur mætti á kvöldvökuna á íþróttavellinum
Enginn er verri þótt hann vökni á Bæjartorginu
Enginn er verri þótt hann vökni á Bæjartorginu
Sigurvegari í Míkróhúninum yngra keppendur
Sigurvegari í Míkróhúninum yngra keppendur
Sigurvegari í Míkróhúninum eldri keppendur
Sigurvegari í Míkróhúninum eldri keppendur
Íþróttaálfurinn og Solla stirða skemmtu viðstöddum
Íþróttaálfurinn og Solla stirða skemmtu viðstöddum
Fiskar úr Blöndu skoðaðir
Fiskar úr Blöndu skoðaðir
Straumhraðinn í Blöndu mældur
Straumhraðinn í Blöndu mældur
Mikið stuð í sápukúlubrautinni
Mikið stuð í sápukúlubrautinni
Fréttir | 22. júlí 2014 - kl. 09:13
Húnavaka 2014 stóð svo sannarlega undir væntingum

Húnavaka 2014 var haldin um helgina á Blönduósi og er óhætt að segja að almenningur hafi ekki látið rigninguna á sig fá við að njóta þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem skipuleggjendur færðu okkur sem nutum. Dagskráin á laugardeginum stóð svo sannarlega undir væntingum með skemmtidagskrá á Bæjartorginu, Blönduhlaupi USAH, Míkróhúninum, kvöldvöku á íþróttavellinum og Pallaballi í Félagsheimilinu svo fátt eitt sé nefnt.

Á sunnudeginum var svo m.a. hægt að fara í göngu meðfram Blöndu, kíkja í öll söfnin á Blönduósi og skella sér í sápurennibraut á kirkjuhólnum. Það ber að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við að gera þessa hátíð sem besta og þeir stóðu svo sannarlega undir væntingum.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga