Bjarni G. Stefánsson
Bjarni G. Stefánsson
Fréttir | 24. júlí 2014 - kl. 10:18
Bjarni skipaður sýslumaður á Norðurlandi vestra

Nýjum sýslumönnum verður falið að undirbúa innra skipulag hinna nýju embætta, þjónustu þeirra og starfsemi að öðru leyti en ný umdæmaskipan tekur gildi um næstu áramót. Innanríkisráðherra tilkynnti í gær niðurstöður sérstakrar valnefndar um skipan í embætti sýslumanna í nýjum umdæmum en þau verða nú 9 í stað 24 áður. Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi, verður sýslumaður á Norðurlandi vestra.

 

Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að innanríkisráðherra muni ákveða, að höfðu samráði við viðkomandi sýslumann, sveitarstjórnir, landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri hvar aðalskrifstofur sýslumanna skuli vera og hvar aðrar sýsluskrifstofur verði starfræktar og hvaða þjónustu þar skuli veita. Nú þegar hafa umræðuskjöl verið birt til kynningar og samráðs um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra embætta og hafa ráðuneytinu borist fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem farið verður yfir með nýskipuðum sýslumönnum.

 

Sjá tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í gær.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga