Tilkynningar | 28. júlí 2014 - kl. 17:43
Skrifstofustarf - Sýslumaðurinn á Blönduósi

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns við embætti sýslumannsins á Blönduósi. Starfshlutfall er 100%. Hæfniskröfur: Almenn menntun, frumkvæði og sjálfstæði, sveigjanleiki og jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum og góð tölvukunnátta. Erlend tungumálakunnátta kostur s.s. enska, norðurlandamál, pólska o.fl.

Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR.

Nánari upplýsingar veitir Erna Björg Jónmundsdóttir, ernabj@syslumenn.is eða í síma 455-2621, milli kl. 09:00-15:00 virka daga. Umsóknir skulu sendar á netfangið ernabj@syslumenn.is.  

Ferilskrá sem inniheldur upplýsingar um umsækjanda, m.a. um menntun, fyrri störf og meðmælendur þarf að fylgja með.

Umsóknarfrestur er til 11. ágúst 2014 og þurfa umsækjendur að geta hafið störf 1. september eða sem næst því.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Athygli er vakin á því að umsóknin mun gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur  rennur út,  með vísan til 3. tl., 2.mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum nr. 464/1996, sem settar eru skv.heimild í 2. mgr., 7. gr.laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Sýslumaðurinn á Blönduósi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga