Fréttir | 31. júlí 2014 - kl. 14:33
Norðanpaunk á Laugarbakka

Efnt verður til tónlistarhátíðarinnar Norðanpaunks um verslunarmannahelgina en þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. Hátíðin fer fram á Laugarbakka í Húnaþingi vestra og stendur alla helgina. Dagskráin er ekki af verri endanum en meðal hljómsveita sem koma fram eru Kælan mikla, Muck, Fäulnis, Deathseekers, Saktmóðigur og Logn.

Eins og gefur að skilja er tónlistarhátíðin því undirlögð þungu rokki. Markmið hátíðarinnar er að sögn að koma saman fólki sem hefur áhuga á því utangarðs-hávaðapönki sem heldur hátíðinni uppi en hátíðin hleypir að sama skapi ákveðnu lífi í menningarlífið í sveitinni.

Nánari upplýsinga má finna á Facebook síðu hátíðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga