Fréttir | 31. júlí 2014 - kl. 21:26
Harpa Hermannsdóttir er nýr fræðslustjóri A-Hún.

Á morgun, 1. ágúst, tekur Harpa Hermannsdóttir við sem fræðslustjóri hjá Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Tekur hún við af Guðjóni E. Ólafssyni sem gegnt hefur starfinu síðastliðin 12 ár. Fréttaritari Húnahornsins náði mynd af þessu ágæta fólki þar sem Guðjón afhenti Hörpu lyklavöldin að skrifstofunni.

Guðjón vill af þessu tilefni þakka öllum þeim sem hann hefur unnið með þessi 12 ár kærlega fyrir góða viðkynningu og ánægjulegt samstarf auk þess að óska Hörpu velfarnaðar í starfi. 

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga