Marjolijn kemur í mark í Jökulsárhlaupinu
Marjolijn kemur í mark í Jökulsárhlaupinu
Fréttir | 20. ágúst 2014 - kl. 21:43
Marjolijn van Dijk fyrsti Landvættur Íslands á Norðurlandi vestra

Þann 9. ágúst kláraði Marjolijn van Dijk langt ferðalag að titlinum „Landvættur Íslands“ sem hófst 3. maí með 50 km Fossvatnaskíðagöngu á Ísafirði. Þann 8. júní tók hún þátt í Blue Lagoon Challenge, sem er 60 km „offroad“ hljólakeppni en næst á dagskrá var 2,5 km sund í Urriðavatni í júlí en þar vann Marjolijn kvennaflokkinn og náði öðru sæti í heildina þann daginn. Svo var það 9. ágúst sem Marjolijn lauk þessu ferðalagi sínu með 32,7 km Jökulsárhlaupi.

Til þess að hljóta titilinn „Landvættur Íslands“ þarf að ljúka þessu afreki á innan við 12 mánuðum. Í samtali við Marjolijn sagði hún að þetta ferðalag væri „mjög erfitt andlega og líkamlega og hefði kennt henni mikið um sjálfan sig. Ég myndi vilja aðstoða hvern sem er sem vill reyna við þetta í framtíðinni, og sagðist hafa lært það að ekki ætti að gera þetta ein á báti þó hún hafi gert það.“

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga