Fréttir | 21. ágúst 2014 - kl. 07:57
Félags- og tómstundastarf aldraðra að hefjast

Félags- og tómstundarstarf aldraðra hefst í kjallara Hnitbjargar mánudaginn 8. september næstkomandi. Starfið verður opið frá klukkan 14 til 17  á mánudögum og fimmtudögum í vetur. Starfsemin er fjölbreitt og skemmtileg og fer hún fram í ný uppgerðu og björtu húsnæði.

Allir sem náð hafa 60 ára aldri eru hvattir til að koma og vera með í vetur, það er aldrei of seint að byrja og taka þátt í starfinu sem rekið er af Blönduósbæ. Hægt er að koma sér upp spilahópum. Í boði er sér salur fyrir handavinnu þar sem alltaf er líf og fjör. Kaffiveitingar eru seldar klukkan 15:30. Hægt er að koma og kaupa sér kaffi og  heimabakað gegn vægu gjaldi spjalla í leiðinni við yndislegt fólk.

Verið ávallt velkomin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga