Mynd: Húnaþing vestra
Mynd: Húnaþing vestra
Fréttir | 22. ágúst 2014 - kl. 18:15
Úthlutun styrkja úr Húnasjóði árið 2014

Á fundi byggðarráðs Húnaþingi vestra 11. ágúst síðastliðinn voru lagaðar fram umsóknir um styrki úr Húnasjóði 2014 og af tólf umsóknum var samþykkt að veita sjö umsækjendum styrk. Styrkþegarnir hlutu hver um sig 100.000 krónur í styrk og eru þeir eftirtaldir:

Andri Páll Guðmundsson, nemi til BA prófs í ensku.
Anna María Elíasdóttir, nemi til BS prófs í viðskiptafræði
Benjamín Freyr Oddsson, nemi til BS prófs í íþrótta- og heilsufræði
Fannar Karl Ómarsson, nemi í vélfræði og vélstjórn
Gísli Már Arnarson, nemi í rafiðnfræði
Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, nemi til BA prófs í ferðamálafræði
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, nemi í hljóð-og tölvuleikjahönnun

Afhending styrkjanna fór fram á kaffihúsinu Hlöðunni síðastliðinn mánudag. Meðfylgjandi mynd er af vef Húnaþings vestra þar sem sagt er frá þessu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga