Fréttir | 26. ágúst 2014 - kl. 15:49
Ný afurðaskrá SAH Afurða

SAH Afurðir á Blönduósi hafa gefið út nýja afurðaverðskrá fyrir komandi sláturtíð. Meðalverð til bænda fyrir lambakjöt verður samkvæmt henni 598 kr/kg, sem er 0,8% hækkun frá fyrra ári og er þá miðað við verðið 2013 að meðtalinni 2% uppbót sem SAH Afurðir greiddi fyrr á þessu ári. Sé hún ekki talin með er um að ræða 2,8% hækkun. Sagt er frá þessu á vefnum Sauðfé.is.

Þar kemur fram að sláturhúsið á Blönduósi sé eina sláturhús landsins sem hefur vottun til að taka lífrænt ræktað sauðfé til slátrunar. SAH Afurðir muni greiða 5% álag á kjöt af lífrænt ræktuðum lömbum nú í haust. Það sé verulega minna en síðustu tvö ár en þá var álagið 20%. Í tilkynningu á vef SAH Afurða segir að þetta sé í samræmi við sölu á lífrænt vottuðu kjöti í verslanir.

Afurðaskrá SAH Afurða má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga