Geislandi glaðir grunnskólakennarar
Geislandi glaðir grunnskólakennarar
Líflegir leikskólakennarar í lok námskeiðs
Líflegir leikskólakennarar í lok námskeiðs
Fréttir | 27. ágúst 2014 - kl. 22:21
Mikið um að vera hjá skólafólki

Mánudaginn 18. ágúst síðastliðinn var mikið um að vera á Hvammstanga en þar hittist skólafólk bæði úr grunn- og leikskólum Húnavatnssýslanna á tveimur námskeiðum annars vegar um þróunarverkefnið Orð af orði og hins vegar á námskeiði um snemmtæka íhlutun í málörvun barna.

Skólaárið 2014-2015 taka grunnskólarnir í Húnavatnssýslum þátt í sameiginlegu þróunarverkefni sem heitir Orð af orði, verkefnið hefur þann tilgang að efla læsi og námsárangur nemenda. Guðmundur Engilbertsson hefur umsjón með verkefninu og mun hann koma reglulega á skólaárinu og vera með námskeið og ráðgjöf í öllum skólunum.

Fyrsta námskeið verkefnisins var á Hvammstanga þar sem allir starfsmenn grunnskólanna hittust ferskir eftir sumarfrí og fengu kennslu í fræðilegum undirstöðum og kennslufræði verkefnisins ásamt því að þeir unnu ýmis verkefni í hópavinnu.

Nánar má lesa um þróunarverkefnið hér: http://hagurbal.weebly.com/

Starfsmenn úr leikskólunum Barnabæ, Ásgarði og Vallabóli á Hvammstanga hittust á námskeiðinu Snemmtæk íhlutun í málörvun barna. Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur var fyrirlesari og fór yfir málþroska barna, mikilvægi málörvunar og ýmsar leiðir í málörvun barna á leikskólaaldri.

Á myndunum frá Hörpu Hermannsdóttur fræðslustjóra A-Hún má sjá þátttakendur á námskeiðunum á Hvammstanga.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga