Fréttir | 29. ágúst 2014 - kl. 19:50
Rugludalsrétt fyrsta rétt haustsins

Þar sem haustið er nú á næsta leiti er ekki úr vegi að minna á þær fjölmörgu réttir sem verða í Húnavatnssýslum. Eins og undanfarin ár má gera ráð fyrir að gestum sé sérstaklega boðið að taka þátt í göngum og réttum. Helstu fjárréttir má nefna Hamarsrétt, Miðfjarðarrétt, Auðkúlurétt, Undirfellsrétt, Stafnsrétt og Skrapatungurétt.


Um langt árabil hefur Bændablaðið tekið saman lista yfir helstu fjár- og stóðréttir á landinu. Réttarlistinn hefur nú verið birtur á vef Bændablaðsins en hann er með nokkuð breyttu sniði og í fyrsta sinn eru réttir um landið birtar á korti. Á vef Bændablaðsins segir að sú leið hafi verið farin að senda öllum sveitarfélögum í landinu póst þar sem farið var fram á upplýsingar um réttarhald í hverju sveitarfélagi. Það vinnulag hafi skilað góðum árangri í flestum tilfellum.

Rugludalsrétt fyrsta rétt haustsins
Fyrsta rétt haustsins verður Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en réttað verður þar laugardaginn 30. ágúst. Upplýsingar um dagsetningar annarra rétta í Húnavatnssýslum og við Hrútafjörð eru hér fyrir neðan í stafrófsröð samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins. Listi yfir helstu stóðréttir á landinu mun birtast síðar.

Réttir á Norðvesturlandi
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún., laugardaginn 6. sept. um kl. 8.00
Fossárrétt í A-Hún.,  laugardaginn 6. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún., laugardaginn 13. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún., laugardaginn 6. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún., laugardaginn 6. sept. um kl. 9.00
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand.,  laugardaginn 20. sept. um kl. 16.00
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún., laugardaginn 6. sept. um kl. 9.00
Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún., laugardaginn 30. ágúst
Skrapatungurétt í Laxárdal, A.-Hún., sunnudaginn 7. sept. um kl. 10.00
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún., laugardaginn 6. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún., föstudaginn 5. sept. um kl. 12.00 og laugardaginn 6. sept. um kl. 9.00
Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún., föstudaginn 5. sept. um kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún., laugardaginn 6. sept. um kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún., laugardaginn 13. sept.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga