Fréttir | 31. ágúst 2014 - kl. 10:54
Einn fótbrotinn og annar úr mjaðmarlið

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu sóttu slasaðan mann innan og ofan við bæinn Þorgrímsstaði í Vatnsnesi í gær. Talið er að maðurinn, sem var á göngu, sé fótbrotinn að því er segir á vef Landsbjargar. Ábúendur Þórgrímsstaða komu fyrst að manninum og biðu með honum eftir björgunarsveitum og sjúkrabíll.

Bera þurfti manninn nokkurn spöl í erfiðum aðstæðum enda fjallið bratt og dalurinn þröngur. Björgunarsveitin Húnar, sem er ein af sveitunum sem var í þessu verkefni, sótti líka í gær veiðimann sem fór úr mjaðamarlið við Holtavörðuvatn, efst á Holtavörðuheiði. Vatnið er ekki langt frá þjóðvegi 1 þannig að sjúkrabíll komst langleiðina að manninum en björgunarsveitabíl þurfti til að koma honum í hann, það því er fram kemur á vef Landsbjargar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga