Sindrastaðir. Mynd: Norðanátt.is
Sindrastaðir. Mynd: Norðanátt.is
Fréttir | 31. ágúst 2014 - kl. 11:15
Um 800 manns við opnun Sindrastaða

Sindrastaðir að Lækjarmóti í Húnaþingi vestra voru formlega opnaðir síðastliðinn miðvikudag en um er að ræða hesthús, reiðhöll, hringvöll og aðra aðstöðu og eru byggingarnar í heildina um 2.800 fermetrar að stærð. Ísólfur Líndal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir að Lækjamóti áætla að um 800 manns hafi komið á opnunina og voru þau hæstánægð með daginn að því fram kemur á vef Norðanáttar.

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra opnaði Sindrastaði formlega með því að klippa á borðann og naut hann aðstoðar Guðmars, sonar Ísólfs og Vigdísar, sem gætti skæranna vel. Sigurður Ingi kom því að í ræðu sinni að hversu flott það væri að Ísólfur og Vigdís hafi lagt sig eftir því að kaupa þjónustu af fólki í héraðinu.

Richard, viðskiptafélagi Ísólfs og Vigdísar, mætti einnig til að vera viðstaddur opnunina og var hann með þeim allan daginn og tók á móti gestum. Þá sagði hann nokkur orð við hina formlega opnun þar sem hann þakkaði öllu starfsfólki sem að byggingunni kom fyrir vel unnin störf og óskaði fjölskyldunni á Lækjamóti velfarnaðar í framhaldinu.

Á vef Norðanáttar má sjá myndir frá opnun Sindrastaða.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga