Fréttir | Tilkynningar | 02. september 2014 - kl. 18:26
Félags- og tómstundarstarf aldraðra að hefjast

Félags- og tómstundastarf aldraðra sem haldið er í kjallaranum í Hnitbjörgum hefst mánudaginn 8. september næstkomandi. Starfið verður opið frá klukkan 14 til 17 á mánudögum og fimmtudögum í vetur. Starfsemin, sem fer fram í nýuppgerðu og björtu húsnæði og er rekin af Blönduósbæ, er fjölbreytt og skemmtileg.

Allir sem náð hafa 60 ára aldri eru hvattir ti að koma og vera með og taka þátt í starfinu í vetur, aldrei of seint að byrja.

Í húsnæðinu er sérsalur fyrir handavinnu þar sem alltaf er líf og fjör.

Kaffiveitingar eru seldar klukkan 15:30 og er hægt að koma og kaupa sér kaffi og heimabakað gegn vægu gjaldi og spjalla í leiðinni við yndislegt fólk.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga