Tilkynningar | 14. september 2014 - kl. 17:59
Haustsala Krabbameinsfélags A-Hún.
Tilkynning frá stjórn

Nú á haustdögum stendur yfir haustsala Krabbameinsfélaga Austur-Húnvetninga. Skólabörn ganga í hús á Blönduósi og Skagaströnd og er það von okkar að þeim verði vel tekið af heimamönnum og vill stjórnin minna á söluna.

Fé það sem Krabbameinsfélag A-Hún. safnar fer að jafnaði í fjárhagsstuðning við Austur Húnvetninga sem veikjast af krabbameini og þurfa að sæta læknismeðferð fjarri heimili. T.d. stuðningur með því að borga leigu fyrir íbúðir í Rvk. sem Krabbameinsfélag Íslands er eigandi að. Á það við ef viðkomandi þarf að dvelja um styttri eða lengri tíma í Reykjavík vegna meðferðar. Félagsgjöld, salan að hausti og minningarkort eru helstu tekjulindir félagsins. Einnig hefur söfnunarfé verið notað til kaupa á tækjum fyrir Heilbrigðisstofnunina Blönduósi og nýlega til dvalarheimilis Sæborgar á Skagaströnd.

Stjórn Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga