Keppendur á mótinu
Keppendur á mótinu
Sigurvegarar
Sigurvegarar
Farandbikarar afhentir
Farandbikarar afhentir
Fréttir | 21. september 2014 - kl. 22:54
Kvennamótið Skyttan
Frá Skotfélaginu Markviss

Hið árlega kvennamót í leirdúfuskotfimi "SKYTTAN" var haldið á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur í gær. Markmið kvennamótsins er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í þessari skemmtilegu íþrótt. Keppt er í þremur flokkum þ.e. nýliðaflokki og A og B flokk vanra skotkvenna. Alls voru tólf konur sem tóku þátt að þessu sinni, þar af sjö í nýliðaflokk.

Við í Markviss áttum tvo keppendur á mótinu, þær Snjólaugu M. Jónsdóttur sem keppti í A-flokk og Jónu Phuong Thúy Jakobsdóttur sem keppti í nýliðaflokki. Skemmst er frá að segja að þær unnu báðar sína flokka, Snjólaug eftir harða baráttu við Dagnýju H.Hinriksdóttur úr SR og Helgu Jóhannsdóttur úr SIH, og Jóna vann nýliðaflokkinn örugglega.

Næsta kvennamót mun svo fara fram hér á Blönduósi og vonandi eiga áhugasamar skotkonur eftir að fjölmenna í Húnavatnssýsluna næsta haust.

Til gamans má geta að fyrirtækið Sportvík ehf. á Blönduósi gaf  tvo farandbikara fyrir mótið þannig að báðir bikararnir koma aftur á heimaslóðir.

 

 

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga