Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 23. september 2014 - kl. 13:57
Húnaþing vestra fær áminningu frá Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur veitt Húnaþingi vestra áminningu vegna meðhöndlunar úrgangs og krefst úrbóta á urðunarstað sveitarfélagsins að Syðri-Kárastöðum. Áminningin er fyrir frávik frá kröfum sem settar eru fram í reglugerð um urðun úrgangs en þar er gerð krafa um verndun jarðvegs, grunn- og yfirborðsvatns með jarðfræðilegum tálma og botnþéttingu á urðunarstöðum.

Áminningin er veitt í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og fær sveitarfélagið frest til 6. október næstkomandi til að stöðva urðun á svæðinu og senda Umhverfisstofnun staðfestingu þess efnis.

Málið var tekið fyrir á fundi byggðarráð Húnaþings vestra í gær og var sveitarstjóra falið að senda Umhverfisstofnun nýja áætlun um lokun urðunarstaðarins að Syðri-Kárastöðum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga