Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 23. september 2014 - kl. 14:14
Framlag til dreifnáms fellt niður

Byggðarráð Húnaþings vestra gerir alvarlegar athugasemdir við að framlag til dreifnáms á Hvammstanga sé fellt niður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015 sem lagt var fram á Alþingi nýverið. Það þýði, að óbreyttu, að ekki verði hægt að halda út námi haustið 2015. Byggðarráðið hefur falið sveitarstjóra að koma þessum athugasemdum á framfæri við þar til bæra aðila.

Haustið 2012 var stofnuð dreifnámsdeild frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra en verkefnið var samstarfsverkefni milli Húnaþings vestra og FNV. Í dreifnámi geta nemendur úr Húnaþingi vestra stundað nám á framhaldsskólastigi undir stjórn kennara FNV, með aðstoð nútíma upplýsingatækni. Markmiðið er að nemendur geti stundað almennt bóknám fyrstu tvö árin í sinni heimabyggð.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga