Mynd: Blönduskóli
Mynd: Blönduskóli
Fréttir | 24. september 2014 - kl. 07:02
Skemmtun og fróðleikur í Blönduskóla

Í Blönduskóla er alltaf nóg að gera og áhersla lögð á skemmtileg og fróðleg verkefni sem ekki endilega er að finna í kennslubókum. Sem dæmi má nefna að á dögunum fræddust nemendur í 4. bekk um mannréttindi og bjuggu til rauð nef á Degi rauða nefsins. Þá fóru menendur í 3. bekk í fjöruferð í Selvík til að safna efni fyrir náttúrufræðitíma og nemendur í textílsmiðju þæfðu ullarmyndir af miklum ákafa. Myndir frá þessu öllu má finna á myndasíðu skólans.

Elstu krakkarnir á leikskólanum Barnabæ koma reglulega í Blönduskóla. Á síðasta skólaári hófst skipulegt samstarf milli grunn- og leikskólans sem felst í því að elstu börnin á leikskólanum koma einu sinni í viku í íþróttatíma og tvo bóklega tíma með nemendum 1. bekkjar. Einnig fóru 1. bekkingar í leikskólann til þessara félaga sinna.

Á vef Blönduskóla segir að löng hefð hafi verið á samstarfi milli þessara skólastiga en með þessu verkefni hafi það verið aukið til muna, skipulagið og markmiðin verið skýr og árangur augljós. Samstarfið hafi gengið svo vel að nú eigi að endurtaka leikinn. Fyrsta og önnur heimsóknin yfirstaðin og fullt af brosandi andlitum um allt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga