Fréttir | 30. september 2014 - kl. 15:29
Jóla- og sveiflutónleikar Geirmundar

Í fyrsta skipti í tuttugu ár blæs sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson til tónleika í Reykjavík og með honum í för verður frábært listafólk.  Gestasöngvarar með Geirmundi verða Óskar Pétursson, jólastelpurnar Anna Karen og Valdís, Helga Möller og Diddú sem nú kemur fram með Geirmundi í fyrsta sinn. Hljómsveit undir styrkri stjórn Vilhjálms Guðjónssonar mun annast undirleik og kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson.

Á tónleikunum, sem haldnir verða í Austurbæ 29. nóvember næstkomandi,  verða flutt þekktustu lög Geirmundar, þekkt jólalög og lög af jóladiski Geirmundar sem út kom á síðasta ári.

Geirmundur Valtýsson á marga aðdáendur í Húnavatnssýslum og meðal brottfluttra Húnvetninga á höfuðborgarsvæðinu.

Miðasala er hafin á Miði.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga