Frá Blönduósi
Frá Blönduósi
Fréttir | 01. október 2014 - kl. 14:50
Byggðaráð vill skýringar

Byggðaráð Blönduósbæjar harmar þá ráðstöfun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að leggja niður starfsstöð atvinnuráðgjafa á Blönduósi. Byggðaráðið vekur jafnframt athygli á því að á sama tíma er auglýst eftir atvinnuráðgjafa þar sem starfsstöð hans er auglýst sérataklega. Byggðaráð vill fá skýringa á þessari ráðstöfun.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem byggðaráð óskar eftir skýringum því í júlí síðastliðnum var óskað eftir því að stjórn SSNV skýrði sérstaklega þá ákvörðun sína að leggja niður starf atvinnuráðgjafa á Blönduósi án kynningar og samráðs við sveitarstjórn.

Þá hvatti byggðaráð hvatti stjórn SSNV til virkari samskipta við sveitarstjórnir með aukinni upplýsingagjöf og benti m.a. á að nauðsynlegt væri að fundargerðir stjórnar yrðu aðgengilegri á vef samtakanna mun fyrr en tíðkast hefur og að sveitarstjórnir yrðu upplýstar um t.d. skipulagsbreytingar og starfsmannamál.

Þess má geta að í byrjun síðasta mánaðar auglýsti SSNV atvinnuþróun eftir að ráða fjölhæfan og metnaðarfullan einstakling í starf atvinnuráðgjafa með starfsstöð á Hvammstanga. Í starfi ráðgjafans felst m.a. samstarf með fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og sveitarfélögum að atvinnuþróun, nýsköpun og ýmsum öðrum verkefnum í landshlutanum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga