Mynd: VisitHunathing.is
Mynd: VisitHunathing.is
Fréttir | 01. október 2014 - kl. 15:47
Vestur-Húnvetningar á ferðakaupstefnu

Sex ferðaþjónustuaðilar úr Húnaþingi vestra taka þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden Travel Mart sem hófst í Laugardagshöllinni í Reykjavík í gær en hún stendur yfir í tvo daga. Ferðakaupstefnan er haldin af Ferðamálasamtökum Íslands, Færeyja og Grænlands og á henni er ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggendum úr öllum heimshornum boðið að mæta og kynna sér þá ferðaþjónustu sem er í boði í þessum löndum.

Ferðaþjónustuaðilarnir sex úr Húnaþingi vestra eru Selasetur Íslands, Selasigling, Sveitasetrið Gauksmýri, Kidka, Arinbjörn Jóhannsson Erlevnistouren og Ferðamálafélag V-Hún.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga