Fréttir | 19. október 2014 - kl. 21:58
Uppselt fjórar sýningar í röð
Þrjár aukasýningar

Barnaleikritið Emil í Kattholti hefur slegið í gegn hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Uppselt hefur verið á fimm sýningar af átta og hefur verið ákveðið að bæta við þremur aukasýningum.  Aukasýningar verða næstkomandi föstudag, laugardag og sunnudag. Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mín. fyrir sýningar. Leikfélag Sauðárkróks þakkar góðar viðtökur.

Nánari upplýsingar hér að neðan:

Þriðjudag 21.október kl. 18:30 uppselt
Föstudag 24. október kl. 17:30 (aukasýning)
Laugardag 25 október kl 14:00 (aukasýning)
Sunnudag 26 október kl 16:00 (aukasýning - allra seinasta sýning)

Í ár eru 30 ár síðan Leikfélag Sauðárkróks sýndi fyrst barnaleikrit, en í desember árið 1984 setti félagið upp Galdrakarlinn í Oz. Frá árinu 2000 hafa barnasýningar verið á dagskrá hjá félaginu að hausti til.

Ævintýri Emils eftir Astrid Lindgren eru kunn og voru fyrst sett á svið á Íslandi árið 1988 af Leikfélagi Hafnarfjarðar. Sama ár setti Leikfélag Sauðárkróks verkið upp og endurtekur nú leikinn 26 árum seinna. Tónlistin í verkinu er eftir Georg Riedel og leikstjóri er Páll Friðriksson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga