Mynd: Feykir.is
Mynd: Feykir.is
Fréttir | 19. október 2014 - kl. 20:35
Comeniusarverkefnið í Húnavallaskóla

Húnavallaskóli hefur síðustu þrjú árin tekið þátt í Comeniusarverkefni, ásamt skólum frá Noregi, Spáni, Grikklandi, Póllandi og Ítalíu. Verkefnið ber yfirskriftina „From past, hand in hand, for future“ og fjallar um það hvernig þátttakendur geta staðið saman og gert framtíðina betri.

Fyrir skömmu voru fulltrúar frá Noregi, Póllandi, Grikklandi og Spáni í heimsókn í Húnavallaskóla og á kveðjukvöldinu flutti hver skóli skemmtiatriði. Boðið var til veislu með þjóðlegum íslenskum mat og veglegum kaffiveitingum að sveita sið.

Sagt er frá þessu vef Feykis og er þar rætt við Sonju Suska sem er verkefnastjóri fyrir Húnavallaskóla. Að sögn Sonju hefur verkefnið staðið yfir í eitt ár og stendur eitt á í viðbót. Þátttakendur eru frá áðurnefndum fimm löndum, auk Húnavallaskóla fyrir hönd Íslands. Tyrkland var með í fyrra en voru að hætta núna. Í vetur taka 21 nemandi í Húnavallaskóla þátt í verkefninu en það er valfag í skólanum. Búið er að heimsækja Ítalíu og Spán og tveir kennarar fóru til Tyrklands á undirbúningsfund en í vetur stendur til að heimsækja Noreg og Grikkland. Í heimsókninni til Íslands höfðu erlendu þátttakendurnir gist á heimilum þátttakenda, farið á sýningu í reiðhöllinni, gist saman í Húnavallaskóla og heimsótt Mývatn, Kröflustöð, Akureyri og nærliggjandi staði. Þemað á Íslandi er: How did environmental questions change the job market? Gestgjafarnir fylgdu þeim síðan áleiðis suður og var þá m.a. farið í heimsókn á Landnámssetrið í Borgarnesi.

Á vef Feykis er hægt að lesa nánar um verkefnið og þar má sjá fjölda mynda frá kveðjukvöldinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga