Mynd: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Mynd: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Fréttir | 20. október 2014 - kl. 15:43
Vetrarstarfið hefst í kvöld
Frá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur vetrarstarfið í kvöld klukkan 20.30 í Húnaveri.  Mikil dagskrá er framundan en ákveðið var að æfa upp lög sem að Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms gerðu ódauðleg á ferli sínum.  Verður sú dagskrá flutt á nýju ári.  Einnig er framundan 90 ára afmæli kórsins á næsta ári 2015 og verður haldið upp á það með einhverjum hætti á vori komanda. 

Og svo síðast en ekki síst þá hefur kórinn ákveðið í samráði við íslendingafélagið í Gimli að vera aðalgestir á íslendingadeginum í Gimli,í Kanada,  í ágústbyrjun næsta árs 2015. Mikið starf framundan og spennandi.  Kórinn tekur nýjum kórfélögum opnum örmum og er ekkert annað að gera en að mæta á æfingu eða setja sig í samband við kórfélaga.  Ã†ft er á mánu,- og fimmtudögum kl.20.30 í Húnaveri nema annað sé tekið fram.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga