Fréttir | 27. október 2014 - kl. 13:45
Opinn fundur um lífeyrismál

Í dag verður haldinn opinn fundur um lífeyrismál í sal Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi og hefst hann klukkan 18. Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Stapa-lífeyrissjóðs verður með kynningu á hugmyndum að nýju réttindakerfi sem var kynnt á síðasta ársfundi Stapa.

Í auglýsingu frá Samstöðu segir að ekki sé búið að taka ákvörðunum hvort farið verði í þessa breytingu og því sé mikilvægt fyrir sjóðsfélaga að fá kynningu á nýju réttindakerfi og um leið tækifæri til að fá nánari útskýringar á hvað það þýðir.

Kynningin er opin öllum. Sjóðsfélagar hvattir til að mæta vel. Eftir kynninguna er fundur með stjórn og trúnaðarmönnum Stéttarfélagsins Samstöðu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga