Fréttir | 22. október 2014 - kl. 16:32
Adolf H. Berndsen nýr formaður SSNV

Ný stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var kosin á 22. ársþingi samtakanna sem fram fór á Hvammstanga dagana 16.-17. október síðastliðinn. Adolf H. Berndsen frá Skagaströnd er nýr formaður samtakanna og varaformaður er Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Húnaþingi vestra.

Aðrir sem hlutu kosningu í stjórn samtakanna eru þau Valgarður Hilmarsson frá Blönduósbæ, Sigríður Svavarsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson, bæði frá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Varastjórn skipa þau Elín Jóna Rósinberg sveitarstjórnarfulltrúi, Húnaþing vestra, Dagný R. Úlfarsdóttir varaoddviti, Skagabyggð, Þorleifur Ingvarsson oddviti, Húnavatnshreppur, Gunnsteinn Björnsson sveitarstjórnarfulltrúi, Sveitarfélagið Skagafjörður og Bjarki Tryggvason sveitarstjórnarfulltrúi, Sveitarfélagið Skagafjörður.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga