Fréttir | 27. október 2014 - kl. 21:48
Skagaströnd keppir í Útsvari 7. nóvember

Lið Sveitarfélagsins Skagastrandar keppir við lið Borgarbyggðar í Útsvari, spurningaleik Ríkisútvarpsins, föstudaginn 7. nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Skagaströnd tekur þátt í þessum vinsæla sjónvarpsþætti en sveitarfélagið var á dögunum dregið út sem fulltrúi sveitarfélaga með færri en 500 íbúa.

Lið Skagstrendinga skipa þau:
 Trostan Agnarsson, kennari
 Árni Friðriksson, jarðfræðingur
 Eva Ósk Hafdísardóttir, skólaliði

Þátttakan í Útsvari er skemmtilegt tækifæri til þess að kynna sveitarfélagið fyrir landi og þjóð og því til mikils að vinna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga