Tilkynningar | 28. október 2014 - kl. 16:15
Drengjakór íslenska lýðveldisins á Pottinum
Tilkynning frá Pottinum Restaurant

Næsta laugardag, þann 1. nóvember fáum við Húnvetningar góða gesti, nefnilega sjálfan drengjakór íslenska lýðveldisins

Kórinn er fjórfaldur kvartett (17 söngmenn) og kemur víða fram, t.d. í brúðkaupum, guðsþjónustum, jólahlaðborðum, árshátíðum og þorrablótum. Kórinn hefur hlotið einróma lof fyrir létt og fjölbreytt lagaval ásamt gamansögum og sprelli. Kórinn er skipaður reyndum söngmönnum sem allir hafa gaman af því að skemmta sér og öðrum. Lagavalið spannar allt frá íslenskri kóraklassík til vinsælla íslenskra og erlendra popplaga. Stjórnandi kórsins er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð á undan tónleikunum kl 19:00. Matargestir greiða engan aðgangseyri.

Aðgangaseyrir fyrir aðra en matargesti er kr. 1.500.- 

Skemmtunin verður haldin á Pottinum Restaurant og hefst kl. 20:30. Það er óhætt að lofa skemmtilegri og eftirminnilegri kvöldstund.

Matseðill kvöldsins

Forréttir

  • Garafin gæs með sósu og salati eða

  • Hörpuskelsalat með sósu

Aðalréttir

  • Skötuselur í mangochtnesósu hrísgrónum og salati eða

  • Lambaprime með bökuðum kartöflum, rauðvínssósu og grænmeti

Eftirréttir

  • Bláberja skyrkaka með ferskum ávöxtum eða

  • Frönsk Súkkulaðikaka með rjómaís.

Kaffi / te innifalið.

Verð kr. 5.950.-

Borðapantanir í síma 453 5060 og pot@pot.is

 

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga