Mynd: Vísbending
Mynd: Vísbending
Fréttir | 29. október 2014 - kl. 07:54
Húnaþing vestra á lista yfir draumasveitarfélög 2014

Sveitarfélagið Húnaþing vestra er í 5.-8. sæti á lista tímaritsins Vísbendingar yfir draumasveitarfélögin 2014. Vísbending er vikurit um viðskipti og efnahagsmál og hefur mörg undanfarin ár skoðað hag 36 stærstu sveitarfélaganna á landinu og útnefnt draumasveitarfélagið, en það er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega samkvæmt einkunnargjöf á nokkrum þáttum.

Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra og er þar undirstrikað að einkunnagjöfin mæli fyrst og fremst fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna og endurspegli þannig ekki endilega lífsgæði íbúa.

Í ár var það Seltjarnarnes sem útnefnt var draumasveitarfélagið með einkunnina 9,3. Húnaþing vestra sem hlaut einkunnina 6,9 ásamt sveitarfélögunum sem höfnuðu í 5. – 8. sæti en þetta er hæsta einkunn sem Húnaþing vestra hefur hlotið til þessa í úttekt Vísbendingar eftir því sem næst verður komist, að því er segir á vef Húnaþings vestra. Útreikningar Vísbendingar miðuðust við rekstrartölur úr ársreikningum sveitarfélaganna 2013.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga