Fréttir | 29. október 2014 - kl. 20:23
Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi árið 2015

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní á næsta ári en USAH er mótshaldari að þessu sinni. Mótið verður sett á föstudagskvöldi en búast má við rúmlega 500 keppendum og annað eins af gestum sem fylgja keppendum. Allir 50 ára og eldri hafa keppnisrétt á mótinu. Aldur miðast við almanaksár.

Hver keppandi má keppa í eins mörgum keppnisgreinum og hann vill. Ef þátttaka er mikil getur mótshaldari í samráði við landsmótsnefnd sett takmarkanir á fjölda þátttakenda bæði í einstaklings- og liðagreinum.

Stjórn USAH hefur sett niður á blað hugsanlegar keppnisgreinar sem keppt verður í á mótinu. Þær eru m.a. frjálsar íþróttir (kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 100m hlaup, 800m hlaup og langstökk), boccia, knattspyrna, skotfimi, golf, skák, sund og lomber.

Nánar um mótið þegar nær líður mótsdögum, bæði á Húnahorninu og heimasíðu USAH.

         

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga