Fréttir | 30. október 2014 - kl. 11:09
Töluverð mengun á Blönduósi frá Holuhrauni

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum á Blönduósi og nágrenni að töluverð mengun er núna vegna gossins í Holuhrauni. Tilkynning barst nú í morgun frá skólastjóra Blönduskóla að ákveðið hefði verið að engin útikennsla yrði í dag, nemendur á yngsta stigi yrðu inni í frímínútum og nemendum á miðstigi var einnig boðið upp á það að vera inni í frímínútum.

Allir gluggar eru lokaðir, hitinn hækkaður á ofnunum, lokað fyrir innblástur hitakerfis í nýja skóla og kalda vatnið látið renna í vöskum.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga