Sláturgripurinn og sláturhússtjórinn
Sláturgripurinn og sláturhússtjórinn
Fréttir | 17. nóvember 2014 - kl. 09:25
Hestur á beit í garði sláturhússstjórans
Fréttaskot

Þjónusta SAH Afurða er hugsanlega meiri og betri en margra annarra sláturhúsa ef marka má fréttaskot sem Húnahorninu barst um helgina, en einn aðili þurfti þá að koma hrossi í slátrun og hafði samband við Gunnar Tryggva Halldórsson framkvæmdastjóra SAH. Því miður var ekkert pláss í stórgripasláturhúsinu en Gunnar dó ekki ráðalaus og tók við hestinum í garðinum sínum í staðinn.

Þetta kallar maður að vera lausnamiðaður og redda hlutunum. Viðskiptavininum fannst þetta frábær þjónusta hjá sláturhússtjóranum og voru teknar nokkrar myndir af þessu tilefni og kunnum við Höskuldi B. Erlingssyni þakkir fyrir það.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga