Fréttir | 19. nóvember 2014 - kl. 07:48
Selasetrið fær 6 milljón króna styrk

Selasetur Íslands hlaut á dögunum styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra vegna verkefnisins Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra. Verkefnið nær til hugmynda og hönnunarvinnu á stækkun og endurbótum á sýningu Selasetursins og hugmynda og hönnunarvinnu á útisvæði við Selasetrið sem og á hafnarsvæðinu öllu en það hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Markmiðið með verkefninu er að fá þá ferðamenn sem til Hvammstanga koma til að staldra lengur við í sveitarfélaginu.

Sagt er frá þessu á vef Selasetursins og kemur þar fram að styrkurinn sé upp á sex milljónir króna en heildar kostnaður við verkefnið sé rúmar 13 milljónir.

Samstarfsaðilar Selaseturs í verkefninu eru fjölmargir: sveitarfélagið Húnaþing vestra, Kaupfélag V-Hún, Ferðamálafélag V-Hún, Gauksmýri ehf, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Bóka- og skjalasafn V-Hún, Grunnskóli Húnaþings vestra, Ferðamáladeld Háskólans á Hólum, Kidka, Selasigling og Veiðimálastofnun.

Áætlað er að vinna við verkefnið hefjist í lok nóvember og því ljúki um mitt ár 2015. Verkefnisstjóri er Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selasetursins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga